Property | Value |
?:abstract
|
-
ordómar gagnvart innflytjendum á Íslandi eru mikilvægt rannsóknarefni, sérstaklega í ljósi þess að þeim fjölgaði um tæplega ellefu þúsund milli áranna 2008 og 2017. Samskipti Íslendinga við innflytjendur hafa því líklega aukist til muna. Samkvæmt millihópasamskiptakenningunni leiða aukin samskipti milli ólíkra hópa til minni fordóma. Fyrri rannsóknir benda til að eldri kynslóðin er að jafnaði fordómafyllri en þeir sem yngri eru og að fólk í hærri þjóðfélagsstöðu hefur almennt minni fordóma til innflytjenda en fólk í lægri þjóðfélagsstöðu. Markmið rannsóknarinnar er að kanna, með hliðsjón af millihópasamskiptakenningunni, hvort fordómar Íslendinga til innflytjenda hafi minnkað milli 2008 og 2017 auk þess að skoða tengsl aldurs og þjóðfélagsstöðu á fordóma í garð innflytjenda. Stuðst var við gögn Evrópsku lífsgildakönnunarinnar (European Values Study) sem lögð var fyrir árið 2008 og 2017. Tilgáturnar voru þrjár: (1) Íslendingar höfðu minni fordóma til innflytjenda árið 2017 samanborið við árið 2008, (2) því eldra sem fólk er þeim mun fordómafyllra er það í garð innflytjenda og (3) fólk í hærri þjóðfélagsstöðu hefur minni fordóma til innflytjenda. Stuðningur fannst við allar tilgátur nema að ekki fannst munur á fordómum aldurshópanna árið 2008. Niðurstöðurnar sýna að Íslendingar voru jákvæðari í garð innflytjenda árið 2017, að fólk í elstu aldurshópunum var að jafnaði fordómafyllra árið 2017 samanborið við yngri aldurshópana og að lokum að fólk í hærri þjóðfélagsstöðu, nánar tiltekið með háskólamenntun eða í hæsta tekjuþrepinu, var almennt séð með minnstu fordómana. Áhugavert verður að fylgjast með frekari viðhorfsbreytingum næstu ár þar sem spár benda til að innflytjendum muni halda áfram að fjölga hérlendis.
(xsd:string)
|
?:author
|
|
?:comment
|
-
http://hdl.handle.net/1946/33280. (EVS)
(xsd:string)
|
?:dataSource
|
-
EVS-Bibliography
(xsd:string)
|
?:dateModified
|
|
?:datePublished
|
|
?:duplicate
|
|
?:fromPage
|
|
is
?:hasPart
of
|
|
?:inLanguage
|
|
is
?:mainEntity
of
|
|
?:name
|
-
Samanburður á fordómum Íslendinga í garð innflytjenda árið 2008 og 2017
(xsd:string)
|
?:publicationType
|
-
mastersthesis
(xsd:string)
|
?:reference
|
|
?:sourceInfo
|
-
39, 2019
(xsd:string)
-
Bibsonomy
(xsd:string)
|
?:studyGroup
|
-
European Values Study (EVS)
(xsd:string)
|
?:tags
|
-
2019
(xsd:string)
-
EVS
(xsd:string)
-
EVS2008
(xsd:string)
-
EVS2017
(xsd:string)
-
EVS_input2019
(xsd:string)
-
EVS_pro
(xsd:string)
-
FDZ_IUP
(xsd:string)
-
ZA4763
(xsd:string)
-
ZA7500
(xsd:string)
-
checked
(xsd:string)
-
jak
(xsd:string)
-
kbe
(xsd:string)
-
mastersthesis
(xsd:string)
-
other
(xsd:string)
-
wa
(xsd:string)
|
?:toPage
|
|
rdf:type
|
|
?:url
|
|